Almennar fréttir

17. apríl 2015

Landsnet semur við ÍAV um byggingu tengivirkis í Helguvík

Landsnet undirritaði í dag samkomulag við Íslenska aðalverktaka (ÍAV) um byggingu á nýju tengivirki Landsnets í Helguvík sem fengið hefur nafnið Stakkur. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í árslok 2015.

Nýja tengivirkið er við hlið kísilvers United Silicon (USi) við Stakksbraut og hannað með hugsanlega stækkun í huga. Þrír 132 kV rofar verða í tengivirkinu og tveir spennar, annar sem tengist kísilverinu og hinn í eigu HS Veitna. Verkið felur í sér jarðvinnu og byggingu óeinangraðs stálgrindarhúss yfir rofabúnaðinn, byggingu steyptra spennarýma með stálgrindarþaki og byggingu steypts einangraðs stjórnbúnaðarhúss. Húsin verða sambyggð á einni hæð, samtals 750 fermetrar að grunnfleti.

Undirbúningur tengivirkisins Stakks hófst hjá Landsneti haustið 2014 í framhaldi af samningi um flutning raforku til kísilvers USi í Helguvík. Hann kveður á um að tengingin verði tilbúin 1. febrúar 2016 en auk nýja tengivirkisins Stakks, felur verkefnið í sér uppsetningu á nýjum rofa í tengivirkinu á Fitjum og 9 km langan 132 kV jarðstreng milli Fitja og Helguvíkur. Gengið var frá samningum um kaup á jarðstreng og spenni árið 2014. Samið var við þýska fyrirtækið Nexans um jarðstrengskaupin og verður hann lagður sumarið 2015. 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn