Almennar fréttir

30. nóvember 2009

Lokasprenging í Bolungarvíkurgöngum

Síðasta sprengingin í Bolungarvíkurgöngum var sprengd á laugardaginn og var það Kristján L. Möller samgönguráðherra sem það gerði. Um 230 gestir voru saman komnir inni í göngunum þegar sprengt var og voru öryggisráðstafanir miklar. Um kvöldið fögnuðu starfsmenn Ósafls með samstarfsaðilum á verkstæðinu að Ósi sem búið var að gera að hinum fínasta skemmtistað.

Áður en lokasprengingin fór fram buðu Bolungarvíkurkaupstaður og Ísafjarðarbær til veislu í íþróttahúsi Bolungarvíkur þar sem fluttar voru ræður og gestir nutu tónlistar. Boðið var upp á glæsilega tertu sem var eftirlíking ganganna í hlutföllunum 1 á móti 1000. Ljóst er að mikil eftirvænting er hjá íbúum fyrir vestan með að brátt verður hægt að keyra í gegnum göngin og var því mikil hátíð í bænum.

Á sunnudaginn var svo boðið upp á rútuferðir í gegnum göngin. Mikill áhugi var á ferðunum og nýttu um 400 manns tækifærið og skoðuðu göngin. Auk rútuferðanna bauð Ósafl til kaffisamsætis í matsal og þar var einnig hægt að skoða myndir af framgangi verksins.  Einnig voru til sýnis steinar sem komið hafa í ljós við gerð ganganna.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn