Almennar fréttir

02. febrúar 2009

Mánatún í mótun

Framkvæmdum við fjölbýlishús í Mánatúni miðar vel áfram. Uppsteypa Mánatúns 3 og 5 er langt komin og reiknað er með að sú vinna klárist í lok mars. Byrjað er að klæða húsið að utan og ganga frá gluggum. Einnig er lagnavinna hafin. Á svæðinu verða byggðar rúmlega 200 íbúðir í fjórum fjölbýlishúsum sem telja 11 stigaganga.í Mánatúni 3 og 5 sem eru samföst fjölbýlishús á 6 og 9 hæðum verða 55 íbúðir.Því næst verður byggt Mánatún 7-17 og svo Sóltún 1-3.Að endingu verður byggt Mánatún 1 og þar með lýkur framkvæmdum á gamla Bílanaustsreitnum.

Húsin að Mánatúni 3 og 5 eru reisuleg með bjart yfirbragð og í hjarta borgarinnar. Allur frágangur er við húsin og lóðina er sérlega vandaður.Aðkoman er í senn aðlaðandi og þægileg.Rammar utan um trjágróður gefa byggingunum virðuleikablæ og upphækkuð gangstétt frá rúmgóðu bílastæði myndar vinalegt torg í skjóli húsanna.

Sala á íbúðum í Mánatúni 3 og 5 er nýhafin og mikill áhugi er á íbúðunum.ÍAV hafa frá árinu 1997 byggt um 300 íbúðir í hverfinu og átt með því drjúgan þátt í að byggja upp blómlegt samfélag á svæðinu.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn