Almennar fréttir

02. febrúar 2009

Mánatún í mótun

Framkvæmdum við fjölbýlishús í Mánatúni miðar vel áfram. Uppsteypa Mánatúns 3 og 5 er langt komin og reiknað er með að sú vinna klárist í lok mars. Byrjað er að klæða húsið að utan og ganga frá gluggum. Einnig er lagnavinna hafin. Á svæðinu verða byggðar rúmlega 200 íbúðir í fjórum fjölbýlishúsum sem telja 11 stigaganga.í Mánatúni 3 og 5 sem eru samföst fjölbýlishús á 6 og 9 hæðum verða 55 íbúðir.Því næst verður byggt Mánatún 7-17 og svo Sóltún 1-3.Að endingu verður byggt Mánatún 1 og þar með lýkur framkvæmdum á gamla Bílanaustsreitnum.

Húsin að Mánatúni 3 og 5 eru reisuleg með bjart yfirbragð og í hjarta borgarinnar. Allur frágangur er við húsin og lóðina er sérlega vandaður.Aðkoman er í senn aðlaðandi og þægileg.Rammar utan um trjágróður gefa byggingunum virðuleikablæ og upphækkuð gangstétt frá rúmgóðu bílastæði myndar vinalegt torg í skjóli húsanna.

Sala á íbúðum í Mánatúni 3 og 5 er nýhafin og mikill áhugi er á íbúðunum.ÍAV hafa frá árinu 1997 byggt um 300 íbúðir í hverfinu og átt með því drjúgan þátt í að byggja upp blómlegt samfélag á svæðinu.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn