Almennar fréttir

02. febrúar 2009

Mánatún í mótun

Framkvæmdum við fjölbýlishús í Mánatúni miðar vel áfram. Uppsteypa Mánatúns 3 og 5 er langt komin og reiknað er með að sú vinna klárist í lok mars. Byrjað er að klæða húsið að utan og ganga frá gluggum. Einnig er lagnavinna hafin. Á svæðinu verða byggðar rúmlega 200 íbúðir í fjórum fjölbýlishúsum sem telja 11 stigaganga.í Mánatúni 3 og 5 sem eru samföst fjölbýlishús á 6 og 9 hæðum verða 55 íbúðir.Því næst verður byggt Mánatún 7-17 og svo Sóltún 1-3.Að endingu verður byggt Mánatún 1 og þar með lýkur framkvæmdum á gamla Bílanaustsreitnum.

Húsin að Mánatúni 3 og 5 eru reisuleg með bjart yfirbragð og í hjarta borgarinnar. Allur frágangur er við húsin og lóðina er sérlega vandaður.Aðkoman er í senn aðlaðandi og þægileg.Rammar utan um trjágróður gefa byggingunum virðuleikablæ og upphækkuð gangstétt frá rúmgóðu bílastæði myndar vinalegt torg í skjóli húsanna.

Sala á íbúðum í Mánatúni 3 og 5 er nýhafin og mikill áhugi er á íbúðunum.ÍAV hafa frá árinu 1997 byggt um 300 íbúðir í hverfinu og átt með því drjúgan þátt í að byggja upp blómlegt samfélag á svæðinu.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn