Almennar fréttir

02. febrúar 2009

Metanstöð opnuð á Bíldshöfða

ÍAV hafa afhent N1 nýja glæsilega þjónustustöð við Bíldshöfða en þar hefur verið opnuð ný og fullkomin metanafgreiðsla.Um er að ræða fyrstu fullbúnu þjónustumiðstöðina fyrir metanbíla á Íslandi, með sjálfsafgreiðslu fyrir bæði fólksbíla og stærri þjónustubíla. Það var Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina formlega með því að dæla metani á fyrsta bílinn sem nýtir þessa nýju aðstöðu.

Metanið er afgreitt til stöðvarinnar á Bíldshöfða um 10 kílómetra langa leiðslu frá Álfsnesi en þar er það unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Við vinnsluna verður til vistvænt íslenskt eldsneyti.Áður var metanið flutt með tönkum en í dag er metan aðgengilegt í sjálfsafgreiðslu á eldsneytisplani nýju þjónustustöðvarinnar með sama hætti og annað eldsneyti sem þar er í boði. Nýr og fullkominn afgreiðslubúnaður tryggir hraða og örugga áfyllingu metans en gert er ráð fyrir að fjölga afgreiðslueiningum fyrir metan á stöðinni eftir því sem notkunin eykst.

Í dag eru á annað hundrað ökutæki hér á landi, bæði stór og smá sem nýta metan að hluta eða að öllu leyti. Meðal ökutækja sem ganga eingöngu fyrir metani eru 11 sorpbílar og 2 gámaflutningabílar sem þjóna Reykjavíkurborg og 2 almenningsvagnar Strætó bs. Með hækkandi verði á hefðbundnu bifreiðaeldsneyti merkja menn aukinn áhuga á bifreiðum sem knúnar eru með metani.

Auk þess þjóðhagslega sparnaðar sem felst í að nota íslenskt eldsneyti í stað innflutts er umtalsverður umhverfislegur ávinningur fólginn í að nýta metan í stað innflutts jarðefnaeldsneytis en það þarf 113 metanbíla til að blása út jafn miklum koltvísýringi og einn bensínbíll.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn