Almennar fréttir

24. janúar 2017

Mies van der Rohe tilnefningar

Tvö verk frá Íslandi eru meðal 365 verka sem tilnefnd hafa verið til Mies van der Rohe verðlaunanna, en verðlaunin eru veitt fyrir samtíma byggingarlist.

Þau tvö íslensku verk sem tilnefnd eru til verðlaunanna eru Fangelsið á Hómsheiði, arkitektar Arkís og stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, arkitektar Andersen & Sigurdsson Arkitekter og Teikn Architects.

Við getum verið stolt af þessum tilnefningum þar sem við byggðum bæði fangelsi og stækkuðum flugstöðina!

Hér er linkur á keppnina sjálfa

Hér er tilnefning fyrir fangelsi og hér flugstöðin og hér fyrir íslensku síðuna frá Arkitektafélaginu.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn