Almennar fréttir

08. september 2017

Miklar breytingar í Smáralind.

ÍAV hefur unnið að ýmsum verkefnum í Smáralindinni, samfellt frá apríl 2016.  Helstu verkefnin eru breytingar á verslunarrýmum, endurbætur á göngum og tveir nýir inngangar í verslunarmiðstöðina, annar í NA horni  1. hæðar og hinn í SV horninu. 

Nýjar verslanir eru Útilíf, Jói Fel, Panduro, Eymundsson svo eitthvað sé nefnt auk endurbóta á World Class og niðurrifa á hluta Hagkaupa. 

Stærsta einstaka verkefnið var þó ný verslun HM í Vesturenda Smáralindar, um 4000 m2 verslun.  Hér er um að ræða svokallað „flaggskip“ HM, það er flottasta útfærsla hjá HM en þeir flokka sínar verslanir í nokkra gæðaflokka.  Verulegar breytingar þurfti að gera á burðarkerfi hússins til að koma fyrir nýjum rúllustiga og lyftu, auk þess að fjarlægja eldri rúllustiga. Mest vinna fór þó í innréttingar, svo dæmi sé tekið voru settir upp yfir 900 m2 af speglum og fleiri hundruð metrar af spegilstáli, allt sniðið upp á millimetra, yfir 2000 lampar og sérstakar loftræstiristar sem þurfti að fljúga sérstaklega inn frá Ástralíu. 

Gríðarlega mikið var lagt upp með vandaðan frágang á öllum innréttingum og nákvæmnin mikil. En sjón er sögu ríkar og hvetjum við alla til að fara og skoða. Þetta var mikil vinna, þegar mest var voru um 100 manns sem komu að verkefninu. 

Niðurstaðan var glæsileg verslun, einhver sú glæsilegasta sem HM rekur í heiminum.  Þess má geta að HM lætur sitt gæðaeftirlit taka út allar nýjar verslanir áður en þær opna og gefur þeim einkunnir. 

Verslunin í Smáralindinni fékk 100 stig af 100 mögulegum og er það í fyrsta skipti sem slíkur árangur næst í verslun HM og við starfsmenn ÍAV stoltir af því.

Sjá opnun verslunarinnar á vef H&M

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn