Almennar fréttir

01. september 2014

Ný kísilmálmverksmiðja í Helguvík

Skóflustunga að nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík var tekin þann 27 ágúst síðastliðinn.

Félagið hefur samið við ÍAV um byggingu verksmiðjuhúss, ofnhúss, og ýmsar framkvæmdir á lóðinni. Verkís er samstarfsaðili ÍAV.

Verksmiðjuhúsið verður um 41 metra hátt en grunnflötur er um 3000 m2.

Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar eru hafnar en ÍAV hefur unnið að jarðvegsframkvæmdum.

Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar, 35 megavött, verði tilbúinn  2016 og framleiði  í einum stórum ljósbogaofn  21.300 tonn af kísilmálmi á  ári  en í framtíðinni er stefnt að fjórum ofnum, 140 megavött, og verður þá framleiðslugetan 85.000 tonn á ári. 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn