Almennar fréttir

09. desember 2015

Nýjar þungavinnuvélar frá Kletti

Þessa dagana er Klettur að afhenda ÍAV, fjóra malarflutningabíla af gerðinni Scania G410 CB 8X4 HHZ með Langendorf palli.

Þá er Klettur að afhenda ÍAV þrjár hjólagröfur af Caterpillar M313D og M315D gerðum, með „Rototilt“ og tengibúnaði fyrir malarvagn.

Einnig er Klettur að afhenda ÍAV fjóra skotbómulyftara af Caterpillar TH414C gerð með dráttarkrók og fullkomnum búnaði fyrir mannkörfur. 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn