Frá vinstri eru Snorri Árnason sölustjóri landvéla hjá Kletti, Einar Már Jóhannesson forstöðumaður tækjareksturs, Bjarni Arnarsson sölustjóri Kletts, Steinþór Páll Garðarsson tækjastjóri, Garðar Óskarsson bílstjóri og Þorsteinn Jónasson bílsstjóri.
From left are Snorri Arnason, Sales Manager of land machines at Klettur dealer, Einar Már Jóhannesson director of heavy machines at IAV, Bjarni Arnarson sales manager from Klettur, Steinþór Páll Garðarsson machine operator, Gardar Óskarsson machine operator and Thorstein Jonasson machine operator.
Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.
Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan.
Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins