Almennar fréttir

18. júní 2013

Nýr brottfararsalur í FLE tekinn í notkun

Síðastliðinn föstudag var tekin í notkun glæsileg fríhöfn ásamt salernisaðstöðu í suðurbyggingu FLE. Fríhöfnin er öll hin glæsilegasta og óhætt er að segja að hreinlætisaðstaðan sé það einnig.

Blöndunartækin í handlaugunum eru hvort tveggja í senn blöndunartæki og þurrktæki.  Vatn kemur út um miðjustútinn en heitt loft um hliðarstúta.

ÍAV sá um framkvæmdir fyrir verkkaupann Isavia en ÍAV þjónusta sá um framkvæmdir fyrir rekstraraðilann Fríhöfnina.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn