Almennar fréttir

30. mars 2009

Náma ÍAV að Rauðamel komin með vottun

ÍAV hefur fengið heimild til þess að CE-merkja framleiðslu sína í námunni að Rauðamel við Stapafell á Suðurnesjum.Steinefni námunnar sem framleidd eru uppfylla skilyrði tilskipunar um viðskipti með byggingarvörur Evrópusambandsins 89/106/EEC.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að stöðlun framleiðslunnar á grundvelli staðalsins EN 12620:2002 um fylliefni í steinsteypu.Til að staðfesta samræmi eru tekin sýni af framleiðslunni skv. fyrirfram ákveðinni rannsóknaráætlun og þau rannsökuð af hlutlausri rannsóknarstofu.Framleiðslustýrikerfi fyrir námuna hefur verið tekið út og vottað af BSI á Íslandi.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn