Almennar fréttir

24. maí 2022

Njálsgata 65

Njálsgata 65 líður að verklokum.
Verkið hófst nóvember 2021. ÍAV sá um að innrétta 12 íbúðir og uppsetning flóttastiga o.fl.


Verkkaupi er Félagsbústaðir og húsnæðið er ætlað sem endurhæfingarhúsnæði fyrir konur, sem hafa lent í félagslegum áföllum af ýmsu tagi. Þarna mun hver einstaklingur dvelja í um tvo til þrjá mánuði.

Húsið er komið til ára sinna. Var byggt upp í þrem áföngum frekar en tveim. Kjallari og fyrsta og önnur hæð eru staðsteypt, en efsta hæð og þakvirki byggt úr tré. Þarna er afskaplega góður andi sem endurspeglaðist í ánægju manna á staðnum.  

Helstu verktakar:

Verkstjóri á staðnum Arnór Hrafnsson

Helga B. Thóroddssen - Kanon Arkitekt

Rafís

Pv pípulagnaverktakar

Alexander Arnarsson -  málarameistari

Loftræsing - Borg Byggingalausnir

Ásgeir Helgason - Múrverk og flísar 

Vélsmíðja suðurlands með flóttastiga og Suðulist með handrið í stigahús.

Innréttingar frá GKS

Innihurðar frá Fagus

Gólfefni Pons.

Eftirlit. Svanþór Gunnarsson frá Víðsjá.

Tengiliður verkkaupa Andrés Gíslason.

Twitter Facebook
Til baka

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2
21. júní 2022

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2

Framkvæmdir við Brimketil áfanga 2 gengu vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna brims og flóðs. ÍAV sá um að stækka útsýnispallinn þannig að fólk komist nær stóra Brimkatlinum og bæta aðgengi að stiga. Verk lauk í byrjun júní.

Njálsgata 65
24. maí 2022

Njálsgata 65

Það líður að verklokum á Njálsgötu 65. Verk hófst nóvember 2021. Um er að ræða 12 innréttaðar íbúðri og uppsetning á flóttastiga. Verkkaupi er Félagsbústaðir og húsnæðið er ætlað sem endurhæfingarhúsnæði fyrir konur, sem hafa lent í félagslegum áföllum af ýmsu tagi. Þarna mun hver einstaklingur dvelja í um tvo til þrjá mánuði.

Skíðalyftur í Bláfjöllum - fyrsta skóflustungan
28. apríl 2022

Skíðalyftur í Bláfjöllum - fyrsta skóflustungan

ÍAV tekur þátt í byggingu tveggja nýrra skíðalyfta í Bláfjöllum. Lyfturnar heita Gosi, sem verður á Suðursvæði, og Drottning, sem verður við Kóngsgil. Þær munu leysa af hólmi eldri lyftur sem bera sömu nöfn. Um er að ræða fjögurra sæta stólalyftur og er verkið er unnið í samstarfi við austuríska lyftuframleiðandann Doppelmayr, sem jafnframt er aðalverktaki verksins. ÍAV mun sjá um jarðvinnu, steypu á undirstöðum fyrir möstur og endastöðvar ásamt reisingu stálgrindarhúsa yfir botnstöðvum og stólageymslu o.fl. Doppelmayr mun síðan sjá um uppsetningu sjálfra lyftanna og alls búnaðar tengdum henni. Fyrsta skóflustunga var tekin núna í vikunni og eru framkvæmdir því formlega byrjaðar.

Fréttasafn