Almennar fréttir

14. nóvember 2007

Norðurbakki Hafnarfirði

Í ágúst 2007 voru sett í sölu fyrstu tvö húsin af fjórum sem fyrirtækið byggir við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Þau verða á fjórum til fimm hæðum með lyftu sem gengur niður í sameiginlegan bílakjallara. Sérstæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Húsin verða klædd viðhaldslítilli álklæðningu og að hluta til með harðviði. Gluggar verða álklæddir timburgluggar. Íbúðunum verður skilað fullbúnum með parketi á gólfum en baðherbergis- og þvottahúsgólf verða flísalögð.

Húsin eru hönnuð og teiknuð af arkitektastofunni Batteríinu. Lögð hefur verið áhersla á að hafa íbúðirnar stórar og bjartar. Gluggar ná niður í gólf sem hleypa inn meiri birtu. Þá er lofthæð meiri heldur en gengur og gerist. Sérstaklega er hugað að  hljóðeinangrun með tvöföldum upphituðum gólfum.  Mynddyrasími, brunaviðvörunarkerfi, loftskiptakerfi, snjóbræðslukerfi á göngustígum og tvennar svalir með vindskermum verða með flestum íbúðum. Innréttingar verða spónlagðar og hægt að velja á milli þriggja viðartegunda. Heimilistæki verða vönduð og með burstaðri stáláferð. Við hönnun lóða er lögð rík áhersla á snyrtilegan frágang og notagildi. Á þaki bílakjallara er sameiginlegur garður með leiksvæði garðbekkjum og púttvelli. Fyrstu íbúðir verða afhentar í maí 2008.

Verkefnastjóri er Gylfi Ástbjartsson og byggingarstjóri er Kristján Sigurðsson

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn