Almennar fréttir

03. júní 2013

Ný frystigeymsla HB Granda

HB Grandi tók nýja frystigeymslu í notkun í dag. Frystigeymslan er 3.800 m² að stærð og skiptist í 2.600 m² frystigeymslu og 1.200 m² flokkunarstöð. Alls er hægt að geyma um sex þúsund tonn af frystum fiskafurðum í geymslunni.

Verksamningur var undirritaður í nóvember 2012, framkvæmdir hófust í desember 2012 og þeim lauk í maí 2013.

Hér til hægri má sjá Hauk Magnússon frá ÍAV afhenda Vilhjálmi Vilhjálmssyni lykil að frystigeymslunni við hátíðlega athöfn á Sjómannadaginn 2. júní 2013.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn