Almennar fréttir

01. september 2014

Ný kísilmálmverksmiðja í Helguvík

Skóflustunga að nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík var tekin þann 27 ágúst síðastliðinn.

Félagið hefur samið við ÍAV um byggingu verksmiðjuhúss, ofnhúss, og ýmsar framkvæmdir á lóðinni. Verkís er samstarfsaðili ÍAV.

Verksmiðjuhúsið verður um 41 metra hátt en grunnflötur er um 3000 m2.

Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar eru hafnar en ÍAV hefur unnið að jarðvegsframkvæmdum.

Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar, 35 megavött, verði tilbúinn  2016 og framleiði  í einum stórum ljósbogaofn  21.300 tonn af kísilmálmi á  ári  en í framtíðinni er stefnt að fjórum ofnum, 140 megavött, og verður þá framleiðslugetan 85.000 tonn á ári. 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn