Almennar fréttir

23. janúar 2015

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mat­reiðslu­bók­in Röggu­rétt­ir selst mjög vel en hún er styrktarverkefni tveggja starfsmanna ÍAV, hennar Röggu (Ragnheiðar Ketilsdóttur) og Auðar Steinardóttur.

Í dag var Umhyggju, félagi til stuðnings langveikra barna afhentur afrakstur verkefnisins. Umhyggja fékk tékka að upphæð 700 þúsund og rúmlega það. Þetta var ekki Tékki eins og þeir sem fara illa með landsliðið okkar í handbolta heldur alvöru millifærsla J

Ragna K. Marinósdóttir veitt styrknum móttöku á skrifstofu ÍAV í dag og við óskum félaginu velfarnaðar. Ragna sagði við þetta tækifæri að þetta kæmi sé óskaplega vel og þau gætu nú hjálpað fleiri fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að þurfa á aðstoð að halda.

Hér má sjá nokkrar myndir frá viðburði dagsins. Smelltu á myndina!

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn