Almennar fréttir

23. janúar 2015

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mat­reiðslu­bók­in Röggu­rétt­ir selst mjög vel en hún er styrktarverkefni tveggja starfsmanna ÍAV, hennar Röggu (Ragnheiðar Ketilsdóttur) og Auðar Steinardóttur.

Í dag var Umhyggju, félagi til stuðnings langveikra barna afhentur afrakstur verkefnisins. Umhyggja fékk tékka að upphæð 700 þúsund og rúmlega það. Þetta var ekki Tékki eins og þeir sem fara illa með landsliðið okkar í handbolta heldur alvöru millifærsla J

Ragna K. Marinósdóttir veitt styrknum móttöku á skrifstofu ÍAV í dag og við óskum félaginu velfarnaðar. Ragna sagði við þetta tækifæri að þetta kæmi sé óskaplega vel og þau gætu nú hjálpað fleiri fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að þurfa á aðstoð að halda.

Hér má sjá nokkrar myndir frá viðburði dagsins. Smelltu á myndina!

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn