Almennar fréttir

15. ágúst 2007

Opið hús á menningarnótt

Framkvæmdir við nýtt Tónlistar- og ráðstefnuhús ganga vel. Húsið sem verður um 26.000 fermetrar að stærð mun m.a. rúma tónleikasal, ráðstefnusal, kammermúsíksal og fleira. Húsið verður vígt í desember 2009. Í tilefni menningarnætur buðu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka og Eignarhaldsfélagsins Portus gestum og gangandi að líta við á byggingarsvæðinu milli kl. 15 og 20 Lifandi tónlist var á svæðinu, kynning á verkefninu og heitt á könnunni.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn