Almennar fréttir

22. október 2012

Opið „hús“ í Snekkestad

 

Á laugardaginn bauðst gestum og gangandi að skoða inn í jarðgöngin í Snekkestad í Noregi. Fjöldi manns mætti á svæðið og á tímabili stóð fólk í biðröð eftir að komast að í útsýnisferð. Gestum var ekið inn í göngin í litlum rútum og á meðan sögðu starfsmenn verkkaupa og verktaka frá verkinu og því sem fyrir augu bar.

Íbúar í Holmestrand eru fullir eftirvæntingar eftir göngunum enda verða þau mikil samgöngubót fyrir svæðið því lestarferðum mun fjölga til muna með tilkomu þeirra. Áætlun gerir ráð fyrir að slegið verði í gegn í göngunum í árslok 2013.

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn