Almennar fréttir

08. júlí 2014

Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið tilboði ÍAV í að byggja nýja aðveitustöð á Akranesi.

Verkið er fólgið í fullnaðarfrágangi húss og lóðar þ.e. jarðvinnu, burðarvirki húss með uppsteypu og stálvirki, utan- og innanhússfrágangi húss og fullnaðarfrágang fráveitu-, hita, vatns- og raflagna ásamt frágangi á lóð.

Undirbúningur framkvæmda er hafinn og verklegar framkvæmdir hefjast síðar í sumar.

Áætluð verklok eru 2. júlí 2015.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn