Almennar fréttir

21. desember 2007

Pólskir starfsmenn ÍAV halda heim um hátíðarnar

Flestir vilja halda jólin heima hjá sér til að hátíðin verði sem gleðilegust í faðmi ættingja og vina. Hægt var að stilla verkefnunum upp á þann hátt að ekkert var því til fyrirstöðu að gefa pólskun starfsmönnum frí yfir hátíðarnar. ÍAV ákváðu að leigja flugvél fyrir pólska starfsmenn sína og fljúga með þá í beinu flugi til Póllands.  Haft var samband við Iceland Express, sem útveguðu flugvél og flugu með starfsmennina frá Keflavík til Kraká í Póllandi. Þeir koma svo sömu leið til baka eftir áramót.

ÍAV er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins og hjá því starfar fjöldi pólskra iðnaðar- og verkamanna. Af þeim fóru um 150 manns með leiguflugi til Póllands þann 20. desember  og koma síðan til baka eftir áramót og hefja aftur vinnu þann 7. janúar.

Pólverjar játa flestir rómversk-kaþólska trú og þar af leiðandi eru jólasiðir að mörgu leiti mjög svipaðir og tíðkast hér á landi. Fjölmargir sækja kirkjur yfir jólin og flestar kirkjur Póllands fyllast af fólki á jóladag og á öðrum degi jóla. Eins og víða í kaþólskum löndum tíðkast að setja upp jólajötur sem oft eru mjög stórar og skrautlegar. Á þrettándanum er algengt að fólk kríti á útidyr sínar stafina KMB í þeirri trú  að það séu upphafsstafir konunganna þriggja, vitringanna, sem heimsóttu jötu Jesús. Í raun er þetta latneska, Christus Mansionem Benedicat sem útleggst einfaldlega „Kristur blessi heimilið“

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn