Almennar fréttir

18. desember 2007

Rafstrengur lagður undir ár og vegi

Um miðjan september hófst undirbúningsvinna hjá Íslenskun aðalverktökum vegna lagningar 132kV rafstrengja fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Strengirnir sem verða alls um 10,2 km að lengd, liggja á milli aðveitustöðva við Korpu og Borgartún. Auk þess munu fjarskiptastrengir verða lagðir samhliða. Verkið gengur vel, nú þegar er búið er að bora og leggja lagnir undir sex götur auk Elliðaár. Skurðgröftur hefst snemma á næsta ári og um miðjan apríl mun Orkuveita Reykjavíkur hefja lagningu strengjanna.

Íslenskir aðalverktakar sjá um alla stjórnun verksins og jarðvinnu, svo sem gröft í lausu og föstu efni. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða önnuðust sem undirverktakar borun rannsóknarborhola en upplýsingarnar sem frá þeim komu nýttust til ákvörðunar á legu rafstrengjanna undir árfarvegin. Boraðar voru þrjár rannsóknarholur á bilinu 10 – 20 metra djúpar við Elliðaár. Línuborun ehf mun sem undirverktaki framkvæma stefnustýrða borun og lögn ídráttarröra undir árfarveginn og umferðarmannvirki. Gert er ráð fyrir að borað verði á nítján stöðum undir umferðarmannvirki, til viðbótar við boranir undir Elliðaár. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem borað er í klöpp undir árfarveg á Íslandi. Orkuveita Reykjavíkur mun svo sjá um lagningu raf- og fjarskiptastrengs, ásamt tengingum á þeim.

Um tuttugu manns munu vinna við verkið sem taka mun um þrettán mánuði og skilast fullklárað þann 31. október 2008.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn