Almennar fréttir

09. febrúar 2005

Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri fokhelt

Uppsteypu á rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri er nú lokið og er húsið fokhelt. Að jafnaði hafa milli 30 og 60 starfsmenn ÍAV og undirverktakar unnið við byggingu hússins frá því að fyrsta skóflustungan var tekin 10. júlí síðastliðinn. Húsið er um 5.500 fermetrar að stærð á fjórum til sjö hæðum. Í dag er unnið við bygginguna á flestum sviðum. Innivinna er vel á veg komin og frágangur lóðar hafin.

Húsið verður tekið í notkun 1. október næstkomandi.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn