Almennar fréttir

01. október 2004

Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri fullbúið

Þann 1. október, skiluðu ÍAV fullbúnu rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri. Um einkaframkvæmd er að ræða, ÍAV sáu um byggingu hússins, Landsafl er eignaraðili þess og ISS mun reka húsið fyrir menntamálaráðuneytið næstu 25 árin. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 10. júní 2003 en húsið er 5.500 fermetrar að stærð á fjórum til sjö hæðum. Að jafnaði unnu um 40-50 manns við byggingu hússins en fjöldi iðnaðarmanna fór upp í 80 manns undir lok byggingartímans.

Fjöldi stofnanna mun hafa aðstöðu í húsinu s.s. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Byggðarannsóknasetur Íslands, CAFF, Ferðamálasetur Íslands, auðlinda- og upplýsingatæknideild háskólans, Hafrannsóknastofnun, Impra/Iðntæknistofnun, Jafnréttisstofa, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, PAME, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun háskólans, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Veðurstofa Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunnar. Segja má því með sanni að húsið verði miðstöð rannsókna- og þróunarstarfs á Norðurlandi. Húsið verður tekið formlega í notkun 22. október nk.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn