Almennar fréttir

12. mars 2021

Römpum upp Reykjavík

Nú hefur verkefninu Römpum upp Reykjavík verið hrundið af stað og er markmiðið að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum, eins fljótt og auðið er. Fimmtán stofnaðilar koma að verkefninu og hafa þeir sett á laggirnar sérstakan sjóð sem mun standa straum af megninu af kostnaði verslunar- og veitingahúsaeigenda við að setja upp ramp hjá sér. Hafa þeir tækifæri til að fá allt að 80% af rampinum endurgreidd úr sjóðnum.  

Með römpunum er aðgengi að verslunum og veitingastöðum stóraukið fyrir alla. Unnið verður að uppsetningunni í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvöld en borgin er stofnaðili að verkefninu og mun tryggja góðan framgang þess.  

Auk Haralds tóku Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að tryggja betra aðgengi fyrir fólk á hjólastól og fagna tilkomu verkefnisins. 

Stofnaðilarnir 15 eru: Byko, Haraldur Þorleifsson, Kvika banki, Reginn, Reykjavíkurborg, Össur, Félagsmálaráðuneytið, Hagar, Íslandsbanki, Stjórnarráðið, Aton.JL, Brandenburg, ÍAV, Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalagið.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn