Almennar fréttir

12. mars 2021

Römpum upp Reykjavík

Nú hefur verkefninu Römpum upp Reykjavík verið hrundið af stað og er markmiðið að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum, eins fljótt og auðið er. Fimmtán stofnaðilar koma að verkefninu og hafa þeir sett á laggirnar sérstakan sjóð sem mun standa straum af megninu af kostnaði verslunar- og veitingahúsaeigenda við að setja upp ramp hjá sér. Hafa þeir tækifæri til að fá allt að 80% af rampinum endurgreidd úr sjóðnum.  

Með römpunum er aðgengi að verslunum og veitingastöðum stóraukið fyrir alla. Unnið verður að uppsetningunni í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvöld en borgin er stofnaðili að verkefninu og mun tryggja góðan framgang þess.  

Auk Haralds tóku Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að tryggja betra aðgengi fyrir fólk á hjólastól og fagna tilkomu verkefnisins. 

Stofnaðilarnir 15 eru: Byko, Haraldur Þorleifsson, Kvika banki, Reginn, Reykjavíkurborg, Össur, Félagsmálaráðuneytið, Hagar, Íslandsbanki, Stjórnarráðið, Aton.JL, Brandenburg, ÍAV, Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalagið.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn