Almennar fréttir

09. febrúar 2005

Sýning á nýjum og glæsilegum þjónustuhúsum við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

Þriðjudaginn 1. febrúar og miðvikudaginn 2. febrúar var opið hús að Lækjarbrún 5 í Hveragerði (rétt við Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins) milli kl. 15 og 18. Þar gafst gestum kostur á að skoða glæsilegt raðhús. ÍAV eru með á sölu tveggja og þriggja herbergja hús frá 86 til 111 fermetra hönnuð af Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt hjá VA arkitektum. Við kaup á þjónustuíbúð ÍAV gerast kaupendur aðilar að samningi við HNLFÍ, þar sem þeir fá aðgang að og njóta margvíslegrar þjónustu stofnunarinnar.

Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna að undanskyldum forstofu- og þvottahúsgólfum, auk baðherbergja sem verða flísalögð í hólf og gólf. Raðhúsin verða klædd að hluta með litaðri báruálklæðningu og að hluta með sléttri álklæðningu. Við anddyri er klætt með viðarklæðningu. Húsin verða því viðhaldslítil.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn