Almennar fréttir

09. september 2005

Sala hafin í Ásakór

Hafnar eru framkvæmdir og sala íbúða í Ásakór 2-4 í Kópavogi.Húsið er glæsilega hannað 3ja hæða lyftuhús, með 18 íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja frá 96-120 fermetrar að stærð.Sér inngangur er í hverja íbúð.Hverri íbúð fylgir eitt bílastæði í bílageymslu.Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólfefna með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum.

Burðarkerfi hússins er steinsteypt. Útveggir húsanna eru forsteyptar samlokueiningar með steiningaráferð.Aðrir útveggir eru einangraðir og klæddir harðviði, sbr. teikningar arkitekta.Húsið er því viðhaldslítið.Allar svalir snúa í suður.Íbúðir á fyrstu hæð hafa sér afnotarétt af hluta lóðar. Sjónvarpsloftnets- og símatenglar eru frágengnir í stofu og svefnherbergjum. Í íbúðum er tengikassi fyrir stjörnutengingar síma-, loftnets-, tölvu-, breiðbands- og ljósleiðaratengingar.Sér þvottahús eru í öllum íbúðum. Innréttingar eru spónlagðar.Kaupendur geta valið um þrjár viðartegundir. Í eldhúsi er keramik helluborð með fjórum hellum, blástursofn og gufugleypir með kolasíu.Heimilistæki eru að AEG/SIEMENS gerð með burstaðri stáláferð eða sambærilegt.

Sameign er skilað fullfrágenginni.Lóð er frágengin samkvæmt teikningu arkitekta, stígar eru malbikaðir að hluta og hellulagðir að hluta, verandir íbúða á jarðhæð eru hellulagðar og snjóbræðsla er við aðalanddyri og bílageymslurampa. Leiksvæði er lagt leikvallaperlu og komið fyrir leiktækjum sbr. teikningar arkitekta.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn