Almennar fréttir

09. september 2005

Sala hafin í Ásakór

Hafnar eru framkvæmdir og sala íbúða í Ásakór 2-4 í Kópavogi.Húsið er glæsilega hannað 3ja hæða lyftuhús, með 18 íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja frá 96-120 fermetrar að stærð.Sér inngangur er í hverja íbúð.Hverri íbúð fylgir eitt bílastæði í bílageymslu.Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólfefna með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum.

Burðarkerfi hússins er steinsteypt. Útveggir húsanna eru forsteyptar samlokueiningar með steiningaráferð.Aðrir útveggir eru einangraðir og klæddir harðviði, sbr. teikningar arkitekta.Húsið er því viðhaldslítið.Allar svalir snúa í suður.Íbúðir á fyrstu hæð hafa sér afnotarétt af hluta lóðar. Sjónvarpsloftnets- og símatenglar eru frágengnir í stofu og svefnherbergjum. Í íbúðum er tengikassi fyrir stjörnutengingar síma-, loftnets-, tölvu-, breiðbands- og ljósleiðaratengingar.Sér þvottahús eru í öllum íbúðum. Innréttingar eru spónlagðar.Kaupendur geta valið um þrjár viðartegundir. Í eldhúsi er keramik helluborð með fjórum hellum, blástursofn og gufugleypir með kolasíu.Heimilistæki eru að AEG/SIEMENS gerð með burstaðri stáláferð eða sambærilegt.

Sameign er skilað fullfrágenginni.Lóð er frágengin samkvæmt teikningu arkitekta, stígar eru malbikaðir að hluta og hellulagðir að hluta, verandir íbúða á jarðhæð eru hellulagðar og snjóbræðsla er við aðalanddyri og bílageymslurampa. Leiksvæði er lagt leikvallaperlu og komið fyrir leiktækjum sbr. teikningar arkitekta.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn