Almennar fréttir

09. september 2005

Sala hafin í Ásakór

Hafnar eru framkvæmdir og sala íbúða í Ásakór 2-4 í Kópavogi.Húsið er glæsilega hannað 3ja hæða lyftuhús, með 18 íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja frá 96-120 fermetrar að stærð.Sér inngangur er í hverja íbúð.Hverri íbúð fylgir eitt bílastæði í bílageymslu.Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólfefna með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum.

Burðarkerfi hússins er steinsteypt. Útveggir húsanna eru forsteyptar samlokueiningar með steiningaráferð.Aðrir útveggir eru einangraðir og klæddir harðviði, sbr. teikningar arkitekta.Húsið er því viðhaldslítið.Allar svalir snúa í suður.Íbúðir á fyrstu hæð hafa sér afnotarétt af hluta lóðar. Sjónvarpsloftnets- og símatenglar eru frágengnir í stofu og svefnherbergjum. Í íbúðum er tengikassi fyrir stjörnutengingar síma-, loftnets-, tölvu-, breiðbands- og ljósleiðaratengingar.Sér þvottahús eru í öllum íbúðum. Innréttingar eru spónlagðar.Kaupendur geta valið um þrjár viðartegundir. Í eldhúsi er keramik helluborð með fjórum hellum, blástursofn og gufugleypir með kolasíu.Heimilistæki eru að AEG/SIEMENS gerð með burstaðri stáláferð eða sambærilegt.

Sameign er skilað fullfrágenginni.Lóð er frágengin samkvæmt teikningu arkitekta, stígar eru malbikaðir að hluta og hellulagðir að hluta, verandir íbúða á jarðhæð eru hellulagðar og snjóbræðsla er við aðalanddyri og bílageymslurampa. Leiksvæði er lagt leikvallaperlu og komið fyrir leiktækjum sbr. teikningar arkitekta.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn