Almennar fréttir

18. janúar 2016

Samið um Suður­nesjalínu

Landsnet hef­ur samið við Íslenska aðal­verk­taka um und­ir­bún­ings­vinnu vegna bygg­ing­ar Suður­nesjalínu, 220 kílóvolta há­spennu­línu frá Hraun­hellu í Hafnar­f­irði að Rauðamel norðan Svarteng­is. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta til­boðið upp á 320 millj­ón­ir en kostnaðaráætl­un Landsnets hljóðaði upp á tæp­lega 390 millj­ón­ir.

Verkið fel­ist í stór­um drátt­um í slóðagerð, jarðvinnu og bygg­ingu und­ir­staðna en línu­leiðin er rúm­ir 32 kíló­metr­ar og verða möstr­in alls 100 tals­ins.

 „Nýja lín­an mun að miklu leyti fylgja nú­ver­andi Suður­nesjalínu 1 frá Hafnar­f­irði að Rauðamel, nema aust­ast á svæðinu þar sem gert er ráð fyr­ir að hún liggi í nýju línu­belti tölu­vert fjær nú­ver­andi byggð í Hafnar­f­irði. Landraski verður haldið í lág­marki og jafn­framt er orðið við til­mæl­um sveit­ar­fé­laga á svæðinu og helstu fag­stofn­ana um að reisa nýju lín­una í nú­ver­andi mann­virkja­belti, þar sem fyr­ir eru Suður­nesjalína 1 og Reykja­nes­braut.“

Und­ir­bún­ings­vinn­an hefst um leið og aðstæður leyfa og skal verk­inu að fullu lokið fyr­ir sept­em­ber­lok 2016. Áformað er að reisa lín­una sum­arið 2017 og teng­ingu ljúki á því ári.

Á myndinni eru Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, og Sig­urður R. Ragn­ars­son, for­stjóri ÍAV, að hand­sala sam­komu­lag vegna und­ir­bún­ings­vinnu Suður­nesjalínu 2. Ljós­mynd/ Landsnet

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn