Almennar fréttir

18. janúar 2016

Samið um Suður­nesjalínu

Landsnet hef­ur samið við Íslenska aðal­verk­taka um und­ir­bún­ings­vinnu vegna bygg­ing­ar Suður­nesjalínu, 220 kílóvolta há­spennu­línu frá Hraun­hellu í Hafnar­f­irði að Rauðamel norðan Svarteng­is. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta til­boðið upp á 320 millj­ón­ir en kostnaðaráætl­un Landsnets hljóðaði upp á tæp­lega 390 millj­ón­ir.

Verkið fel­ist í stór­um drátt­um í slóðagerð, jarðvinnu og bygg­ingu und­ir­staðna en línu­leiðin er rúm­ir 32 kíló­metr­ar og verða möstr­in alls 100 tals­ins.

 „Nýja lín­an mun að miklu leyti fylgja nú­ver­andi Suður­nesjalínu 1 frá Hafnar­f­irði að Rauðamel, nema aust­ast á svæðinu þar sem gert er ráð fyr­ir að hún liggi í nýju línu­belti tölu­vert fjær nú­ver­andi byggð í Hafnar­f­irði. Landraski verður haldið í lág­marki og jafn­framt er orðið við til­mæl­um sveit­ar­fé­laga á svæðinu og helstu fag­stofn­ana um að reisa nýju lín­una í nú­ver­andi mann­virkja­belti, þar sem fyr­ir eru Suður­nesjalína 1 og Reykja­nes­braut.“

Und­ir­bún­ings­vinn­an hefst um leið og aðstæður leyfa og skal verk­inu að fullu lokið fyr­ir sept­em­ber­lok 2016. Áformað er að reisa lín­una sum­arið 2017 og teng­ingu ljúki á því ári.

Á myndinni eru Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, og Sig­urður R. Ragn­ars­son, for­stjóri ÍAV, að hand­sala sam­komu­lag vegna und­ir­bún­ings­vinnu Suður­nesjalínu 2. Ljós­mynd/ Landsnet

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn