Almennar fréttir

25. maí 2010

Samið við ÍAV um framkvæmdir við Ullarnesbrekkuna

Vegagerðin og Mosfellsbær skrifuðu undir samning við ÍAV um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar, Ullarnesbrekkuna svo kölluðu.

Verkið felst í tvöföldun Hringvegarins á þessum kafla en veghlutar verða aðskildir með vegriðum.

ÍAV var lægstbjóðandi og bauð 257 milljónir króna í verkið.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn