Almennar fréttir

08. apríl 2008

Samningar um Bolungarvíkurgöng undirritaðir

Skrifað hefur verið undir samninga um gerð Bolungarvíkurganga milli ÍAV og Marti Contractors frá Sviss og Vegagerðarinnar. Undirritunin fór fram í Ráðhúsinu í Bolungar­vík þriðjudaginn 8. apríl s.l.

Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í jarðgangagerðina en tilboðið hljóðaði uppá 3.479.000.000.- kr eða tæpa þrjá og hálfan milljarð króna sem er um 88 % af áætluðum kostnaði. Tilboð í göngin voru opnuð hjá Vegagerðinni22. janúar s.l.

Vegagerðin auglýsti síðsumars árið 2007 eftir þátttakendum í forval vegna jarðganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega.

Um er að ræða 8,7 metra breið, 5,1 km löng jarðgöng, byggingu um 310 metra langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa yfir Hnífsdalsá og Ósá.

Undirbúningur framkvæmda er þegar kominn í gang og munu þær hefjast strax í byrjun maí með aðstöðusköpun og mokstri inn að berginu. Ráðgert er að byrja að sprengja sjálf göngin síðsumars.

Næsta vetur verður gangnagerðinni svo haldið áfram og sumarið 2009 verður unnið við vegskála og vegagerð í tengslum við göngin. Gert er ráð fyrir að göngin sjálf verði að fullu grafin í október 2009 og í framhaldi af því verði ráðist í vegagerð og frágang inni í göngunum sem reiknað er með að verði tilbúin í júlí 2010.

Um 40 starfsmenn munu vinna að jafnaði að framkvæmdinni en þeir geta orðið um 60 þegar mest verður. Verkefnisstjóri er Rúnar Ágúst Jónsson frá ÍAV.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn