Almennar fréttir

08. apríl 2005

Samningur um stækkun Lagarfossvirkjunar undirritaður

ÍAV og RARIK hafa undirritað samning um byggingarhluta fyrir stækkun Lagarfossvirkjunar. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við ÍAV og hinn 14. mars s.l. gaf RARIK því út svokallað veitingarbréf þeim til handa. Undirritun verksamnings fór fram föstudaginn 8. apríl 2005.

Verkefnið felur í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir er og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar. Ennfremurrýmkun aðrennslisskurðar með tilheyrandi vatnsvarnarvirkjum og stíflugerð, ásamt öðrum tengdum verkum sem falla undir verksamning.

Útboð á byggingarhluta var auglýst um miðjan desember 2004. Tilboð voru opnuð þann 14. febrúar 2005 og bárust fimm tilboð.  Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. yfirfór tilboðin með RARIK og var fundað fyrst með lægstbjóðendum Keflavíkurverktökum og Héraðsverki ehf. sem féllu frá sínu tilboði. Í kjölfarið var fundað með ÍAV og náðist fljótlega samkomulag sem leiddi til töku tilboðs ÍAV. Samningsverð er 838,3 mkr. sem er um 75,3% af kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl 2005 og verði lokið í maí 2007. Að jafnaði munu 20-30 starfsmenn frá ÍAV vinna við bygginguna. Verkefnastjóri er Jón Leví Hilmarsson.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn