Almennar fréttir

03. desember 2014

Samningur við HB Granda

Þann 21. nóvember sl. var undirritaður samningur á milli HB Granda og ÍAV um framkvæmdir við Norðurgarð í Reykjavík. Samningurinn tekur til byggingar 1.440 fermetra viðbyggingar við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði og 260 fermetra sorpflokkunarstöðvar auk  aðstöðu til geymslu veiðarfæra.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, verður umbúðageymsla auk sameiginlegs verkstæðis fiskvinnslu og útgerðar í viðbyggingunni við fiskiðjuverið. Varahlutalager útgerðar mun flytjast úr Bakkaskemmu í núverandi umbúðageymslu við Norðurgarð.


Í kjölfar undirritunar samningsins var fyrsta skóflustungan fyrir viðbygginguna við Norðurgarð tekin. Gert er ráð fyrir framkvæmdum ljúki um mitt sumar 2015. Þá mun öll starfsemi HB Granda í Reykjavík fara fram á athafnasvæði félagsins en nú eru bæði verkstæði útgerðar og veiðarfæri utan þess.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn