Almennar fréttir

07. júní 2014

Samruni fyrirtækja og einföldun á skipulagi.

Þann 1.júlí n.k. munu eftirfarandi breytingar verða á rekstrarfyrirkomulagi ÍAV samstæðunnar.

Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV hf.) kt.660169-2379 taka yfir ÍAV námur ehf. Kt. 610302-2110 og verða félögin sameinuð undir ÍAV hf.  Allar skuldbindingar ÍAV náma ehf. flytjast að fullu til ÍAV hf. og þar með talið allir starfsmenn og allar útistandandi viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir.  Öll viðskiptakjör viðskiptavina ÍAV náma ehf. flytjast óbreytt yfir til ÍAV hf.   Forstjóri ÍAV hf. er Karl Þráinsson.

ÍAV Þjónusta ehf., kt. 651005-0430, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík tekur yfir ÍAV fasteignaþjónustu ehf. kt. 430596-2179 og verða félögin sameinuð undir ÍAV þjónustu ehf.  Allar skuldbindingar ÍAV fasteignaþjónustu ehf. flytjast að fullu til ÍAV þjónustu ehf. og þar með talið allir starfsmenn og allar útistandandi viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir.  Öll viðskiptakjör viðskiptavina ÍAV fasteignaþjónustu ehf. flytjast óbreytt yfir til ÍAV þjónustu ehf.  Framkvæmdastjóri ÍAV þjónustu er Guðmundur Pétursson.

Einföldun á skipulagi.

Samhliða þeim breytingum sem lýst hefur verið hér fyrir ofan mun frá sama tíma verða innleitt nýtt skipurit ÍAV samstæðunnar.  Fækkað er í framkvæmdastjórn og verða framkvæmdastjórar nú þrír.

Á meðfylgjandi mynd er nýtt skipurit samstæðunnar. 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn