Almennar fréttir

06. nóvember 2009

Síðasta þaksperran hífð á þak Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Mikið var um að vera í liðinni viku þegar síðasti stálbitinn af ellefu var hífður upp á þak í aðalsal Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Af því tilefni buðu Portus og Austurhöfn til reisugildis en þangað var boðið menntamálaráðherra, borgarstjóra og starfsmönnum ÍAV sem vinna við verkið. Hljómskálakvintettinn lék af þessu tilefni falleg lög sem hljómuðu einstaklega vel í aðalsalnum en hann skipa meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Það var 12.janúar 2007 sem fyrstu steypunni var rennt í mótin í grunni Tónlistar- og ráðstefnuhússins og nú hyllir undir að uppsteypu hússins muni ljúka í nóvember. Fjöldi starfsmanna á svæðinu er um þessar mundir tæplega 300 talsins.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn