Almennar fréttir

06. nóvember 2009

Síðasta þaksperran hífð á þak Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Mikið var um að vera í liðinni viku þegar síðasti stálbitinn af ellefu var hífður upp á þak í aðalsal Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Af því tilefni buðu Portus og Austurhöfn til reisugildis en þangað var boðið menntamálaráðherra, borgarstjóra og starfsmönnum ÍAV sem vinna við verkið. Hljómskálakvintettinn lék af þessu tilefni falleg lög sem hljómuðu einstaklega vel í aðalsalnum en hann skipa meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Það var 12.janúar 2007 sem fyrstu steypunni var rennt í mótin í grunni Tónlistar- og ráðstefnuhússins og nú hyllir undir að uppsteypu hússins muni ljúka í nóvember. Fjöldi starfsmanna á svæðinu er um þessar mundir tæplega 300 talsins.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn