Almennar fréttir

01. desember 2009

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Í liðinni viku mættu tæplega 100 aðilar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands til að kanna aðstæður í framtíðarheimkynnum sínum í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.

Þetta er annað skiptið sem starfsmenn hljómsveitarinnar koma í vettvangsskoðun. Mikla eftirvæntingu var að skynja hjá meðlimum hljómsveitarinnar enda lengi þrengt að hljóðfæraleikurunum í núverandi húsnæði í Háskólabíói.

Í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu munu aðstæður hinsvegar verða hinar bestu en hljóðráðgjafar hafa látið í það skína að hljómburður í Tónlistarhúsinu geti orðið sá besti í heiminum.  Fóru gestirnir vítt og breitt um húsið og skoðuðu aðstæður og var mikil ánægja með heimsóknina.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn