Almennar fréttir

12. febrúar 2008

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Í hádeginu fimmtudaginn 14. febrúar, tóku starfsmenn ÍAV og Portus hf. á móti hljóðfæraleikurum og öðru starfsfólki Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tekið var á móti hópnum, alls um 100 manns á byggingasvæði Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn.

Hópurinn fór í rútu frá Háskólabíói sem leið lá niður að Austurhöfn. Móttakan fór svo fram í kjallara tónlistarhússins sjálfs og er það í fyrsta skipti sem tekið er á móti hópi þar. Farið var yfir stöðu mála og sýndar þær framkvæmdir sem unnið er að. Þetta er í fyrsta skipti sem Sinfónían heimsækir þetta framtíðarheimili sitt sem mun gjörbylta allri aðstöðu sveitarinnar.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn