Almennar fréttir

20. ágúst 2009

Sjálandsskóli vígður

Í dag var Sjálandsskóli vígður með pompi og prakt. Fjöldi skólabarna, foreldrar þeirra og aðrir velunnarar skólans sóttu hann heim á þessum tímamótum. Á næsta skólaári munu 236 nemendur stunda nám við skólann sem er fjölgun um 55 nemendur frá fyrra ári. Auk þess stunda 50 nemendur nám við Alþjóðaskólann sem starfræktur er í sama húsnæði.

ÍAV hóf byggingu við annan áfanga skólans í júní 2008 og fól verkefnið í sér stækkun um 3000 fermetra. Í nýju byggingunni er að finna sundlaug, fjölnota íþróttasal, tónmenntastofur, hljómsveitarherbergi, mötuneyti og hátíðarsal. Þess má geta að ÍAV sá einnig um byggingu fyrsta áfanga skólans en þá var byggt 4000 fermetra húsnæði og lauk þeirri vinnu haustið 2005. Með tilkomu annars áfanga skólans er aðstaða til náms og kennslu í Sjálandsskóla með því besta sem þekkist. ÍAV óskar nemendum og starfsfólki skólans til hamingju með bygginguna.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn