Almennar fréttir

04. febrúar 2022

Sjóvarnargarður við Ánanaust

ÍAV hóf nýlega vinnu við endurbyggingu á sjóvarnargarði við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er áframhald af endurnýjun grjótvarnar meðfram Eiðsgranda, en framkvæmdum er nýlokið á kaflanum frá skólpdælustöð við Boðagranda að hringtorgi á mótum Ánanausta og Hringbrautar.

Endurbyggður garður verður með bermu og mun lágmarkshæð á toppi sjóvarnar vera 6,5 m.y.s. meðfram Ánanaustum. Við bensínstöð Olís hækkar garðurinn á 20 m kafla í 7,0 m.y.s. og heldur þeirri hæð að kverk við landfyllingu Faxaflóahafna við Fiskislóð.

Helstu magntölur verksins eru:

Lengd sjóvarnargarðs: ~500 metrar
Upprif á númverandi sjóvarnargarði: ~15.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki I 3-6 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki II 2-5 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki III 0,3-1 tonn: ~15.000 m3

Myndband af drónaflugi yfir vinnusvæðið má sjá á tenglinum: https://youtu.be/BQGGxsixsuQ

Áætluð verklok eru um mánaðarmótin apríl/maí nk.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn