Almennar fréttir

04. febrúar 2022

Sjóvarnargarður við Ánanaust

ÍAV hóf nýlega vinnu við endurbyggingu á sjóvarnargarði við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er áframhald af endurnýjun grjótvarnar meðfram Eiðsgranda, en framkvæmdum er nýlokið á kaflanum frá skólpdælustöð við Boðagranda að hringtorgi á mótum Ánanausta og Hringbrautar.

Endurbyggður garður verður með bermu og mun lágmarkshæð á toppi sjóvarnar vera 6,5 m.y.s. meðfram Ánanaustum. Við bensínstöð Olís hækkar garðurinn á 20 m kafla í 7,0 m.y.s. og heldur þeirri hæð að kverk við landfyllingu Faxaflóahafna við Fiskislóð.

Helstu magntölur verksins eru:

Lengd sjóvarnargarðs: ~500 metrar
Upprif á númverandi sjóvarnargarði: ~15.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki I 3-6 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki II 2-5 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki III 0,3-1 tonn: ~15.000 m3

Myndband af drónaflugi yfir vinnusvæðið má sjá á tenglinum: https://youtu.be/BQGGxsixsuQ

Áætluð verklok eru um mánaðarmótin apríl/maí nk.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn