Almennar fréttir

04. febrúar 2022

Sjóvarnargarður við Ánanaust

ÍAV hóf nýlega vinnu við endurbyggingu á sjóvarnargarði við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er áframhald af endurnýjun grjótvarnar meðfram Eiðsgranda, en framkvæmdum er nýlokið á kaflanum frá skólpdælustöð við Boðagranda að hringtorgi á mótum Ánanausta og Hringbrautar.

Endurbyggður garður verður með bermu og mun lágmarkshæð á toppi sjóvarnar vera 6,5 m.y.s. meðfram Ánanaustum. Við bensínstöð Olís hækkar garðurinn á 20 m kafla í 7,0 m.y.s. og heldur þeirri hæð að kverk við landfyllingu Faxaflóahafna við Fiskislóð.

Helstu magntölur verksins eru:

Lengd sjóvarnargarðs: ~500 metrar
Upprif á númverandi sjóvarnargarði: ~15.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki I 3-6 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki II 2-5 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki III 0,3-1 tonn: ~15.000 m3

Myndband af drónaflugi yfir vinnusvæðið má sjá á tenglinum: https://youtu.be/BQGGxsixsuQ

Áætluð verklok eru um mánaðarmótin apríl/maí nk.

Twitter Facebook
Til baka

Ný tæki hjá ÍAV
23. september 2022

Ný tæki hjá ÍAV

Eftir talsverða bið þá er ánægjulegt að segja frá því að ÍAV hefur á síðustu mánuðum fengið afhent talsvert af nýjum tækjum. Má þar helst nefna Volvo beltagröfu , Caterpillar beltagröfu, tvær Volvo hjólagröfur, Volvo hjólaskóflu, Liebherr hjólaskóflu, Caterpillar jarðýtu og Liebherr byggingakrana. Endurnýjun tækja er ein af megin forsendum góðs rekstrar og er það trú okkar að þessi tæki muni styðja við rekstur ÍAV á komandi árum.

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar
09. september 2022

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar

Opnað var fyrir umferð um hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar undir Ingólfsfjalli í gær. Fjallað var um framkvæmdina og opnunina á heimasíðu vegagerðarinnar og í fréttum í gær.

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2
21. júní 2022

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2

Framkvæmdir við Brimketil áfanga 2 gengu vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna brims og flóðs. ÍAV sá um að stækka útsýnispallinn þannig að fólk komist nær stóra Brimkatlinum og bæta aðgengi að stiga. Verk lauk í byrjun júní.

Fréttasafn