Almennar fréttir

28. apríl 2022

Skíðalyftur í Bláfjöllum - fyrsta skóflustungan

ÍAV tekur þátt í byggingu tveggja nýrra skíðalyfta í Bláfjöllum. Lyfturnar heita Gosi, sem verður á Suðursvæði, og Drottning, sem verður við Kóngsgil. Þær munu leysa af hólmi eldri lyftur sem bera sömu nöfn. Um er að ræða fjögurra sæta stólalyftur og er verkið er unnið í samstarfi við austuríska lyftuframleiðandann Doppelmayr, sem jafnframt er aðalverktaki verksins. ÍAV mun sjá um jarðvinnu, steypu á undirstöðum fyrir möstur og endastöðvar ásamt reisingu stálgrindarhúsa yfir botnstöðvum og stólageymslu o.fl. Doppelmayr mun síðan sjá um uppsetningu sjálfra lyftanna og alls búnaðar tengdum henni.

Fyrsta skóflustunga var tekin núna í vikunni og eru framkvæmdir því formlega byrjaðar.


Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn