Almennar fréttir

12. maí 2021

Sky Lagoon afhent

ÍAV hefur nú afhent Sky Lagoon til verkkaupans Nature Resort ehf.

Samningur um stýriverktöku var undirritaður þann 30. janúar 2020 sem fól í sér að ÍAV var aðalverktaki við uppbyggingu á baðlónsins. ÍAV kom að verkefninu þegar jöfnun undir botnplötu var lokið á vegum verkkaupa. 

Hlutverk ÍAV var að stýra uppbyggingu á baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum ásamt aðalbyggingu sem hýsir móttöku, skiptiklefa, veitingasölu og verslun, auk ýmis stoð- og tæknirýma.

Fyrsta steypa var lögð í mót undir stjórn ÍAV þann 7. febrúar 2020. Uppsteypu burðarvirkis aðalbyggingar og lóns var lokið 21. ágúst 2020 og burðarvirkis gufuskála um viku síðar. Samanlagt taldi steypa burðarvirkisins var, að frátaldri steypu til landmótunar og forsteyptum plötum,  3.783,25 m3 sem er sambærilegt steypumagn og þarf í 138 hagkvæmar leiguíbúðir.

Fokheldisvottorð var gefið út af Kópavogsbæ 9, nóvember 2020 en þá hafði verið unnið að verkþáttum innanhúss um þriggja mánaða skeið. Samsetning á dælukerfum lónsins hófst í október 2020. Uppsetning innréttinga hófst í janúar 2021.

Öryggisúttektarvottorð byggingarfulltrúa var gefið út þann 21. apríl 2021, eða innan þeirra tímamarka sem verksamningurinn tiltók.

 

Sky Lagoon opnaði fyrir almenning þann 1. maí 2021.

 

Nánar má fræðast um verkefnið á vefsíðu þess www.skylagoon.com


(English)

ÍAV has handed over the Sky Lagoon project to their client Nature Resort ehf.

 

A construction management contract was signed on January 30, 2020 where IAV is to manage the construction of a geothermal lagoon in Kópavogur, the next town to the capital of Iceland. The project entailed the construction of a lagoon, a cold pool and steam baths.  The main building entailed a foyer, a catering area and changing rooms. In the basement are technical rooms, offices and staff areas.

 

Excavation, backfilling and pipes in ground commenced early winter of 2019 under the supervision of Nature Resort.  First structural concrete was poured under ÍAV supervision on February 7, 2020. Structural concrete was poured in place on August 28, 2020.

Total structural concrete volume counted 3.783,25 m3, excluding hollow-core and double-T elements. Interim occupancy was reached on April 21, 2021, or within contract timeframe.

 

Sky Lagoon was open to the public on May 1, 2021.

 

Sky Lagoon website is www.skylagoon.com

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn