Almennar fréttir

26. febrúar 2014

Slegið í gegn í Snekkestad

Í síðustu viku náðu gangnagerðarmenn okkar í Snekkestad í Noregi að „slá í gegn“ og komast út í dagsljósið við suður enda jarðgangnanna en Í nóvember síðastliðinn var slegið í gegn til norðurs.

Jarðgöngin í Snekkestad eru járnbrautargöng og er verkið sem ÍAV vinnur að í samvinnu við Marti frá Sviss, tveggja kílómetra löng göng auk aðkomuganga og flottaleiða.

Framkvæmdirnar hafa gengið vel og eru verklok áætluð í byrjun árs 2015.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn