Almennar fréttir

12. júlí 2013

Snjóflóðavarnir á Siglufirði

ÍAV hóf framkvæmdir við uppsetningu snjóflóðavarna á Siglufirði um síðustu mánaðarmót. Verkið felst í uppsetningu stoðvirkja til snjóflóðavarna í Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan byggðar á Siglufirði.

Framkvæmdasvæðið er í brattri fjallshlíð með klettabeltum og verður vinna við þær aðstæður krefjandi. Heildarlengd stoðvirkjanna er um 1.600 metrar sem verða reist í 14 línum.

Verkkaupi er Fjallabyggð og umsjón með verkinu hefur Framkvæmdasýsla ríkisins. Verklok samkvæmt samningi 30. september 2015 en gert er ráð fyrir að aðeins sé hægt sé að vinna við verkið yfir sumarmánuðina vegna veðurs og snjóa.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn