Almennar fréttir

26. maí 2008

Snjóflóðavarnir í Bolungarvík

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt að tilboði Ósafls í snjóflóðavarnir í Bolungarvík verði tekið en fyrirtækið var lægstbjóðandi í verkið.Tilboðið hljóðar upp á 566.781.402 krónur og er 77.93% af kostnaðaráætlun verksins. Ósafl er fyrirtæki í eigu Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors og var stofnað um gerð Bolungarvíkurganga.

Varnargarðurinn í Bolungarvík á að vera um 18 til 22 metra hár og 700 metra langur þvergarður, staðsettur þar sem Dísarland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmdasvæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu varnarvirkjanna er 750 milljón krónur en endanlegur kostnaður ræðst þó af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varnanna taki 2-3 ár.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn