Almennar fréttir

08. júní 2022

Sóttvarnarhótel landflótta gæludýra frá Úkraínu

 

Matvælastofnun setti sig í samband við ÍAV í byrjun Maí og óskaði eftir iðnaðarmönnum til að standsetja bráðabirgða einangrunarstöð.

Einangrunarstöðin er fyrir hunda og ketti fjölskyldna sem eru á flótta frá Úkraínu.

ÍAV kom með Smiði, Pípara, Rafvirkja og Jarðverkstaka að verkinu.

ÍAV sá um breytingu búra innanhúss og aðrar breytingar svo húsið uppfylli kröfur um einangrunarstöð.

ÍAV setti einnig upp eftirlitskerfi til að vakta dýrin og tryggja öryggi þeirra. Eins var hellulögð aðkomu fyrir dýrin. Núverandi hús og sótthreinsunarstöð voru tengd saman.

 

 

Verkið gekk vel í samvinnu við Matvælastofnun.

Verkið þurfti að ganga hratt og örugglega fyrir sig sökum aðstæðna.

 

Núna eru aðeins nokkrir dagar í að dýrin byrji að koma til landsins þegar þetta er skrifað og allt er að verða klárt.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn