Almennar fréttir

08. júní 2022

Sóttvarnarhótel landflótta gæludýra frá Úkraínu

 

Matvælastofnun setti sig í samband við ÍAV í byrjun Maí og óskaði eftir iðnaðarmönnum til að standsetja bráðabirgða einangrunarstöð.

Einangrunarstöðin er fyrir hunda og ketti fjölskyldna sem eru á flótta frá Úkraínu.

ÍAV kom með Smiði, Pípara, Rafvirkja og Jarðverkstaka að verkinu.

ÍAV sá um breytingu búra innanhúss og aðrar breytingar svo húsið uppfylli kröfur um einangrunarstöð.

ÍAV setti einnig upp eftirlitskerfi til að vakta dýrin og tryggja öryggi þeirra. Eins var hellulögð aðkomu fyrir dýrin. Núverandi hús og sótthreinsunarstöð voru tengd saman.

 

 

Verkið gekk vel í samvinnu við Matvælastofnun.

Verkið þurfti að ganga hratt og örugglega fyrir sig sökum aðstæðna.

 

Núna eru aðeins nokkrir dagar í að dýrin byrji að koma til landsins þegar þetta er skrifað og allt er að verða klárt.

 

Twitter Facebook
Til baka

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2
21. júní 2022

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2

Framkvæmdir við Brimketil áfanga 2 gengu vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna brims og flóðs. ÍAV sá um að stækka útsýnispallinn þannig að fólk komist nær stóra Brimkatlinum og bæta aðgengi að stiga. Verk lauk í byrjun júní.

Njálsgata 65
24. maí 2022

Njálsgata 65

Það líður að verklokum á Njálsgötu 65. Verk hófst nóvember 2021. Um er að ræða 12 innréttaðar íbúðri og uppsetning á flóttastiga. Verkkaupi er Félagsbústaðir og húsnæðið er ætlað sem endurhæfingarhúsnæði fyrir konur, sem hafa lent í félagslegum áföllum af ýmsu tagi. Þarna mun hver einstaklingur dvelja í um tvo til þrjá mánuði.

Skíðalyftur í Bláfjöllum - fyrsta skóflustungan
28. apríl 2022

Skíðalyftur í Bláfjöllum - fyrsta skóflustungan

ÍAV tekur þátt í byggingu tveggja nýrra skíðalyfta í Bláfjöllum. Lyfturnar heita Gosi, sem verður á Suðursvæði, og Drottning, sem verður við Kóngsgil. Þær munu leysa af hólmi eldri lyftur sem bera sömu nöfn. Um er að ræða fjögurra sæta stólalyftur og er verkið er unnið í samstarfi við austuríska lyftuframleiðandann Doppelmayr, sem jafnframt er aðalverktaki verksins. ÍAV mun sjá um jarðvinnu, steypu á undirstöðum fyrir möstur og endastöðvar ásamt reisingu stálgrindarhúsa yfir botnstöðvum og stólageymslu o.fl. Doppelmayr mun síðan sjá um uppsetningu sjálfra lyftanna og alls búnaðar tengdum henni. Fyrsta skóflustunga var tekin núna í vikunni og eru framkvæmdir því formlega byrjaðar.

Fréttasafn