Almennar fréttir

08. júní 2022

Sóttvarnarhótel landflótta gæludýra frá Úkraínu

 

Matvælastofnun setti sig í samband við ÍAV í byrjun Maí og óskaði eftir iðnaðarmönnum til að standsetja bráðabirgða einangrunarstöð.

Einangrunarstöðin er fyrir hunda og ketti fjölskyldna sem eru á flótta frá Úkraínu.

ÍAV kom með Smiði, Pípara, Rafvirkja og Jarðverkstaka að verkinu.

ÍAV sá um breytingu búra innanhúss og aðrar breytingar svo húsið uppfylli kröfur um einangrunarstöð.

ÍAV setti einnig upp eftirlitskerfi til að vakta dýrin og tryggja öryggi þeirra. Eins var hellulögð aðkomu fyrir dýrin. Núverandi hús og sótthreinsunarstöð voru tengd saman.

 

 

Verkið gekk vel í samvinnu við Matvælastofnun.

Verkið þurfti að ganga hratt og örugglega fyrir sig sökum aðstæðna.

 

Núna eru aðeins nokkrir dagar í að dýrin byrji að koma til landsins þegar þetta er skrifað og allt er að verða klárt.

 

Twitter Facebook
Til baka

 ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina
12. nóvember 2022

ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina

Enn bætist í tækjaflóð ÍAV og í þetta sinn rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Fjallað er meira um vélina hér: https://www.veltir.is/is/frettir/iav-kaupir-fyrstu-rafknunu-volvo-vinnuvelina

Ný tæki hjá ÍAV
23. september 2022

Ný tæki hjá ÍAV

Eftir talsverða bið þá er ánægjulegt að segja frá því að ÍAV hefur á síðustu mánuðum fengið afhent talsvert af nýjum tækjum. Má þar helst nefna Volvo beltagröfu , Caterpillar beltagröfu, tvær Volvo hjólagröfur, Volvo hjólaskóflu, Liebherr hjólaskóflu, Caterpillar jarðýtu og Liebherr byggingakrana. Endurnýjun tækja er ein af megin forsendum góðs rekstrar og er það trú okkar að þessi tæki muni styðja við rekstur ÍAV á komandi árum.

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar
09. september 2022

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar

Opnað var fyrir umferð um hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar undir Ingólfsfjalli í gær. Fjallað var um framkvæmdina og opnunina á heimasíðu vegagerðarinnar og í fréttum í gær.

Fréttasafn