Almennar fréttir

08. júní 2022

Sóttvarnarhótel landflótta gæludýra frá Úkraínu

 

Matvælastofnun setti sig í samband við ÍAV í byrjun Maí og óskaði eftir iðnaðarmönnum til að standsetja bráðabirgða einangrunarstöð.

Einangrunarstöðin er fyrir hunda og ketti fjölskyldna sem eru á flótta frá Úkraínu.

ÍAV kom með Smiði, Pípara, Rafvirkja og Jarðverkstaka að verkinu.

ÍAV sá um breytingu búra innanhúss og aðrar breytingar svo húsið uppfylli kröfur um einangrunarstöð.

ÍAV setti einnig upp eftirlitskerfi til að vakta dýrin og tryggja öryggi þeirra. Eins var hellulögð aðkomu fyrir dýrin. Núverandi hús og sótthreinsunarstöð voru tengd saman.

 

 

Verkið gekk vel í samvinnu við Matvælastofnun.

Verkið þurfti að ganga hratt og örugglega fyrir sig sökum aðstæðna.

 

Núna eru aðeins nokkrir dagar í að dýrin byrji að koma til landsins þegar þetta er skrifað og allt er að verða klárt.

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn