Almennar fréttir

09. janúar 2018

Stækkun Búrfellsvirkjunar

Stækkun Búrfellsvirkjunar samanstendur af greftri á aðkomuskurði, tveim lóðréttum göngum, neðanjarðar stöðvarhúsi, aðkomugöngum að því, frárennslisgöngum og frárennslisskurði.  Um áramót var búið að ljúka um 80 % af verkinu, þ.a.m. öllum neðanjarðar greftri.  Búið er að grafa stór hluta af aðrennslisskurðinum að og frá bráðarbyrðarstíflu sem í honum er. 

Lokumannvirki í skurðinum er uppsteypt og vinna við niðursetningu á lokum að hefjast, en eftir er að steypa upp efri beygju fyrir fallpípuna sem lokið er við að steypa inn.  Stöðvarhúsið er full uppsteypt og rykbundið.  Innivinna þar er að hefjast af fullum krafti.  Lóðréttu göngin eru fullboruð og er búið að koma fyrir stiga í kapalgögnum og verið að bora fyrir festingum fyrir kapla. 

Búið er að steypa forskál aðkomugagna og verið að vinna í tæknirýmum þar.  Lokið er að mestu vinnu við spennarýni og hús yfir kapalgöngum.  Verið er að leggja síðustu hönd á lokastyrkingar og frágang í frárennslisgöngum.  Búið er að grafa u.þ.b. 90% af fráveituskurði en nokkuð er eftir af vinnu við bergstyrkingar þar. 

Verkið hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun en erfiðleikar eru í vinnu við styrkingar í frárennslisskurði vegna veðurs.

Ætlunin er að virkjunin fari í prufukeyrslu í lok apríl og svo í rekstur í júní á þessu ári.  Við höfum svo verktíma fram í september til að ljúka okkar verki í heild.  Þá þarf öll okkar aðstaða að vera farinn af staðnum.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn