Almennar fréttir

09. janúar 2018

Stækkun Búrfellsvirkjunar

Stækkun Búrfellsvirkjunar samanstendur af greftri á aðkomuskurði, tveim lóðréttum göngum, neðanjarðar stöðvarhúsi, aðkomugöngum að því, frárennslisgöngum og frárennslisskurði.  Um áramót var búið að ljúka um 80 % af verkinu, þ.a.m. öllum neðanjarðar greftri.  Búið er að grafa stór hluta af aðrennslisskurðinum að og frá bráðarbyrðarstíflu sem í honum er. 

Lokumannvirki í skurðinum er uppsteypt og vinna við niðursetningu á lokum að hefjast, en eftir er að steypa upp efri beygju fyrir fallpípuna sem lokið er við að steypa inn.  Stöðvarhúsið er full uppsteypt og rykbundið.  Innivinna þar er að hefjast af fullum krafti.  Lóðréttu göngin eru fullboruð og er búið að koma fyrir stiga í kapalgögnum og verið að bora fyrir festingum fyrir kapla. 

Búið er að steypa forskál aðkomugagna og verið að vinna í tæknirýmum þar.  Lokið er að mestu vinnu við spennarýni og hús yfir kapalgöngum.  Verið er að leggja síðustu hönd á lokastyrkingar og frágang í frárennslisgöngum.  Búið er að grafa u.þ.b. 90% af fráveituskurði en nokkuð er eftir af vinnu við bergstyrkingar þar. 

Verkið hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun en erfiðleikar eru í vinnu við styrkingar í frárennslisskurði vegna veðurs.

Ætlunin er að virkjunin fari í prufukeyrslu í lok apríl og svo í rekstur í júní á þessu ári.  Við höfum svo verktíma fram í september til að ljúka okkar verki í heild.  Þá þarf öll okkar aðstaða að vera farinn af staðnum.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn