Almennar fréttir

20. ágúst 2008

Stálbitar hífðir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Þessa dagana er uppsteypu vesturhússins í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu að ljúka en sá hluti hússins hýsir tvo af aðalsölum þess, ráðstefnusalinn og æfingasalinn.  Hífðir voru 6 stálbitar í þakið í ráðstefnusalnum og 4 í þakið á æfingasalnum og vega þeir um 20 tonn hver og gekk hífingin mjög vel. 

Hafist verður handa innan skamms við að loka þaki salanna þannig að innivinna í þeim geti hafist.  Á sama tíma er unnið að uppsteypu austurhússins sem hýsir tónleikasalinn sjálfan og er gert ráð fyrir að henni ljúki í lok árs.  Innifrágangur og lagnavinna er komin vel af stað í kjallara hússins og er einnig hafin á 1. og 2. hæð þess.  Innréttingavinna er þegar hafin í svokölluðum fjórða sal hússins.  Uppsteypa bílageymslu hússins er hafin sem og spennistöðvar austan Tónlistar- og ráðstefnuhússins sem fæða mun svæðið með rafmagni.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn