Almennar fréttir

16. október 2012

Starfsmenn ÍAV til Bhutan

Í morgun héldu 5 starfsmenn ÍAV til konungríkisins Bhutan sem staðsett er norðaustur af Indlandi. Ferðalagið er langt og strangt og tekur um tvo sólahringa áður en áfangastaðnum er náð en hann er nánar tiltekið við þorpið Trongsa. Þetta er í annað sinn sem ÍAV sendir starfsmenn sína til dvalar í Bhutan en í sumar fóru þrír smiðir á vegum ÍAV til tveggja mánaða dvalar í landinu. Nú sendir ÍAV fjóra húsasmiði og einn verkefnastjóra til að aðstoða við að koma upp vinnubúðum á svæðinu.

Vinnubúðirnar eru ætlaðar fyrir framkvæmd 720 MW virkjunar sem reisa á við fljótið Mangdechhu. Verkið verður unnið af Marti India, sem er dótturfélag Marti Group eiganda ÍAV, en verkkaupinn er sameiginlega í eigu bhutanskra og indverskra yfirvalda.

Ætlunin er að virkja talsvert í Bhutan á komandi árum til að anna eftirspurn eftir raforku í Indlandi. Þetta tiltekna verkefni er gríðarleg áskorun því að vinnusvæðið er í 2200 metra hæð yfir sjávarmáli sem flækir mjög alla aðfang stýringu að verkinu. Áætluð verklok virkjunarinnar eru vorið 2017

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn