Almennar fréttir

16. október 2012

Starfsmenn ÍAV til Bhutan

Í morgun héldu 5 starfsmenn ÍAV til konungríkisins Bhutan sem staðsett er norðaustur af Indlandi. Ferðalagið er langt og strangt og tekur um tvo sólahringa áður en áfangastaðnum er náð en hann er nánar tiltekið við þorpið Trongsa. Þetta er í annað sinn sem ÍAV sendir starfsmenn sína til dvalar í Bhutan en í sumar fóru þrír smiðir á vegum ÍAV til tveggja mánaða dvalar í landinu. Nú sendir ÍAV fjóra húsasmiði og einn verkefnastjóra til að aðstoða við að koma upp vinnubúðum á svæðinu.

Vinnubúðirnar eru ætlaðar fyrir framkvæmd 720 MW virkjunar sem reisa á við fljótið Mangdechhu. Verkið verður unnið af Marti India, sem er dótturfélag Marti Group eiganda ÍAV, en verkkaupinn er sameiginlega í eigu bhutanskra og indverskra yfirvalda.

Ætlunin er að virkja talsvert í Bhutan á komandi árum til að anna eftirspurn eftir raforku í Indlandi. Þetta tiltekna verkefni er gríðarleg áskorun því að vinnusvæðið er í 2200 metra hæð yfir sjávarmáli sem flækir mjög alla aðfang stýringu að verkinu. Áætluð verklok virkjunarinnar eru vorið 2017

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn