Almennar fréttir

12. september 2006

Starfsmenn ÍAV kenna framkvæmdafræði í HÍ

Verkfræðideild Háskóla Íslands, ÍAV og VSÓ hafa gert samstarfssamning um kennslu í verklegum framkvæmdum.  Í samningnum felst að starfsmenn ÍAV og VSÓ munu sinna kennslu í námskeiðunum Framkvæmdafræði 1 og 2.  Framkvæmdafræði 1 er námskeið á þriðja námsári í BS námi í umhverfis- og byggingarverkfræði en Framkvæmdafræði 2 er kennt á meistarastigi.  Jafnframt styrkja ÍAV og VSÓ verkfræðideild HÍ með því að greiða hluta af kostnaði við námskeiðin.  Umsjón með kennslu starfsmanna ÍAV hefur Kristján Arinbjarnar framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn