Almennar fréttir

30. október 2007

Stuðlaberg í mótun

Frá því á vormánuðum hafa hönnuðir á arkitektastofu Henning Larsen og listamaðurinn Ólafur Elíasson unnið að lokaútfærslu tólf þúsund fermetra glerhjúps sem umlykja mun nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við Austurhöfn og er sú vinna langt komin. Stjórn Austurhafnar–TR hefur fallist á meginhugmyndir hönnuða, en bíður með endanlegt samþykki þar til hugmyndir um litasetningu liggja fyrir.

Hugmyndir hönnuða hafa þróast í þá átt að sjá húsið fyrir sér unnið út úr stuðlabergsfjalli, þar sem suðurhliðin er brotin út úr fjallinu þannig að stuðlarnir koma fram. Á hluta norðurhliðar hússins verður glerið ekki lengur í formi eiginlegs stuðlabergs eins gert hafði verið ráð fyrir, heldur mótar það form sem byggir á hugmyndum um þverskorið stuðlaberg. Austur- og vesturhliðar hússins sem sýndar hafa verið sem venjulegir glerveggir, verða að mestu mótaðar í sama form og norðurhliðin þ.e. sem þverskorið stuðlaberg.

Viljayfirlýsing milli ÍAV og kínversks glerframleiðanda um smíði glerhjúpsins liggur fyrir, en eftir er að ljúka endanlegum samningum. Tillögur Ólafs Elíassonar um litasetningu og spegilgler eru væntanlegar á næstu vikum og verður málið þá tekið til endanlegrar afgreiðslu. Uppsetning glerhjúpsins hefst vorið 2008.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn