Almennar fréttir

12. desember 2018

Suðurlandsvegur - skrifað undir samning

Vegagerðin og Íslenskir aðalverktakar hf. skrifuðu þann 11.desember 2018 undir samning um gerð fyrsta áfanga við breikkun Hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. ÍAV hf. átti lægsta tilboðið í verkið og hljóðaði það upp á 1.361 milljón króna. Verkinu skal lokið næsta haust eða 15. september 2019.

ÍAV mun þegar hefjast handa við verkið enda stuttur verktími og hefur í raun þegar hafið undirbúning að því að koma upp aðstöðu á verkstað.

Það voru Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar og Sigurður Ragnarsson forstjóri Íslenskra aðalverkta hf. sem skrifuðu undir verksamninginn í húsakynnum Vegagerðarinnar.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn