Almennar fréttir

31. janúar 2009

Til hamingju með glæsilega aðstöðu

Íslenskir aðalverktakar óska Heilsuræktarstöðinni Hreyfingu og Blue Lagoon Spa til hamingju með glæsilega nýja heilsulind með þakklæti fyrir samstarfið.Heilsulindin er í nýju og glæsilegu húsi við Glæsibæ í Reykjavík og er sú fyrsta sinnar tegundar sem býður uppá meðferðir sem byggja á einstökum virkum hráefnum Bláa lónsins sem hingað til hafa einungis verið fáanlegar í Bláa lóninu í Grindavík.

Nýja húsnæðið er rúmlega 3.600 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærra en núverandi húsnæði Hreyfingar í Faxafeni og gefur það mikla möguleika á aukinni og bættri þjónustu við viðskiptavini.

Húsnæðið er á þremur hæðum. Á jarðhæð verður Blue Lagoon Spa með aðstöðu þar sem veittar verða spa-meðferðir. Á fyrstu hæð verður veitingaaðstaða, þolfimisalir og stór opinn salur með fjölbreyttum þolþjálfunartækjum. Á annarri hæð verður aðstaða fyrir ráðgjafa, þolfimisalur, salur fyrir hjólatíma, barnagæsla og salur með styrktartækjum.

Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa er fyrsta fyrirtækið til að hefja starfsemi í húsinu sem byrjað var að byggja í mars 2006 og er um 10.000 fermetrar að stærð á 8 hæðum auk kjallara á 2 hæðum.

Aðalverktaki við bygginguna er Íslenskir aðalverktakar, Teiknistofan Óðinstorgi teiknaði húsið en VA arkitektar sáu um hönnun innanhúss fyrir Hreyfingu.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn