Almennar fréttir

31. janúar 2009

Til hamingju með glæsilega aðstöðu

Íslenskir aðalverktakar óska Heilsuræktarstöðinni Hreyfingu og Blue Lagoon Spa til hamingju með glæsilega nýja heilsulind með þakklæti fyrir samstarfið.Heilsulindin er í nýju og glæsilegu húsi við Glæsibæ í Reykjavík og er sú fyrsta sinnar tegundar sem býður uppá meðferðir sem byggja á einstökum virkum hráefnum Bláa lónsins sem hingað til hafa einungis verið fáanlegar í Bláa lóninu í Grindavík.

Nýja húsnæðið er rúmlega 3.600 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærra en núverandi húsnæði Hreyfingar í Faxafeni og gefur það mikla möguleika á aukinni og bættri þjónustu við viðskiptavini.

Húsnæðið er á þremur hæðum. Á jarðhæð verður Blue Lagoon Spa með aðstöðu þar sem veittar verða spa-meðferðir. Á fyrstu hæð verður veitingaaðstaða, þolfimisalir og stór opinn salur með fjölbreyttum þolþjálfunartækjum. Á annarri hæð verður aðstaða fyrir ráðgjafa, þolfimisalur, salur fyrir hjólatíma, barnagæsla og salur með styrktartækjum.

Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa er fyrsta fyrirtækið til að hefja starfsemi í húsinu sem byrjað var að byggja í mars 2006 og er um 10.000 fermetrar að stærð á 8 hæðum auk kjallara á 2 hæðum.

Aðalverktaki við bygginguna er Íslenskir aðalverktakar, Teiknistofan Óðinstorgi teiknaði húsið en VA arkitektar sáu um hönnun innanhúss fyrir Hreyfingu.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn